Tónmennt og tónmenntakennsla

Snákadansinn

Snákur
Nemendur mynda snák með því að standa í röð. Sá sem er fremstur í röðinni er höfuð snáksins og ræður hreyfingunum sem gerðar eru um leið og snákurinn hlykkjast um rýmið. Kennari gefur þær leiðbeiningar að nemendur hermi eftir þeim nemenda sem er fyrir framan hann í röðinni. Með reglulegu millibili er skipt um höfuð, þannig að sá sem var fremstur fer aftast í röðina.

Kennari velur lag/lög fyrir snákinn. Lagavalið hefur áhrif á túlkun og hreyfingar nemenda og því tilvalið að nota fjölbreytta tónlist til að nemendur fái sem mest út úr leiknum. Fyrir utan það markmið að vinna með rytma þá gæti markmiðið með leiknum verið að efla þor og líkamsvitund nemenda við það að tjá sig í dansi/hreyfingum við tónlist.

Prófið að sjá muninn á snákadansinum þegar þið notið Fiskabúrið úr Karnival dýranna og lag með dillandi danstakti líkt og rúmbu eða sömbu.