Tónmennt og tónmenntakennsla

Hoppandi salt

IMG_6300Hoppandi salt

Þið þurfið:
1 tóma dós, t.d. utan af kaffi eða þurrmjólk
1 örk af plastfilmu (u.þ.b. 30 cm)
Salt
Gúmmíteygju
1 trommu (háværa) [notast má við potta o.þ.u.l]
1 trommukjuða (slegil)

Leggið plastfilmuna yfir opið á dósinni. Festið með gúmmíteygjunni. Strekkið plastfilmuna eins þétt og mögulegt er.

IMG_6313

 

 

 

 

 

Komið nokkrum saltkornum fyrir ofan á plastfilmunni.

IMG_6314IMG_6319

 

 

 

 

 

Standið nokkrum skrefum frá dósinni og sláið duglega í trommuna með slegli. Fylgist með því hvað saltið gerir!

IMG_6357

 

 

 

 

 

Finnið út hvað gerist ef þið standið nær eða fjær. Eins má prófa mismunandi stærðir af trommum og mismunandi gerðir af salti.
Að hverju komist þið?