Tónmennt og tónmenntakennsla

Slagverk með líkamanum

clappingSumir kalla það kroppaklapp en á ensku heitir það Body percussion

Það er hentugt að kenna grunnþætti í rytma með því að nota líkamann. Góð tilfinning fyrir takti og rytma er undirstaðan undir allan tónlistarflutning og samspil. Oft er kroppaklapp notað sem hópefli og getur það komið öllum hópnum í gott skap að stappa og klappa saman. Færir tónmenntakennarar leitast einnig við að nota kroppaklapp til þess að auka rytmíska færni og taktskyn nemenda. Kroppaklapp getur verið mjög einfalt eða mjög flókið og krefjandi. Kúnstin er að byrja einfalt og byggja smám saman ofan á kunnáttuna.

Við mælum að skoða eftirfarandi vefsíðu en hún inniheldur góðar leiðbeiningar og myndbönd til útskýringa. Mörg myndbandanna eru skemmtileg fyrir nemendur.
http://www.bodypercussionclassroom.com/

Hér undir Slagverk með líkamanum má finna eftirfarandi síður:

Kroppaklapp leikir við lýsandi þulur á íslensku
Kroppaklapps uppskriftir með eyðublöðum fyrir kennara