Tónmennt og tónmenntakennsla

Þjóðlög, samspil og útsetningar

dulcimer_drawingFagurt galaði fuglinn sá… er námsefni fyrir tónmennt á mið- og unglingastigi. Efnið inniheldur meðal annars 13 uppskrifuð lög, fræðslu um íslensk þjóðlög og hugmyndir að útsetningum á þeim.  Auk þessa eru ýmiss verkefni sem ýta undir sköpunarfærni nemenda þar sem þeir eiga til dæmis að semja leikgerð við lag og ljóð, leika og taka upp myndband, útsetja lög og semja nýtt ljóð við þjóðlag.

Smelltu HÉR til að ná í kennsluefnið á pdf formi.

dddd
Með efninu fylgir greinargerð sem er ætlað að styðja við kennsluefnið og varpa ljósi á tilurð þess og tilgang. Þar má finna fræðilega umfjöllun um þjóðlög í tónmennta kennslu, samþættingu við aðrar námsgreinar og tengingu við Aðalnámská grunnskóla.

Jafnframt má finna kennsluefnið og greinargerðina í heild sinni á eftirfarand vefslóð http://hdl.handle.net/1946/3791

Líkt og höfundurinn bendir á þá er hægt að samþætta þetta kennsluefni við aðrar námsgreinar grunnskólans. Má þar helst nefna íslensku, samfélagsfræði, upplýsingatækni, dans og leikræna tjáningu.

Kennsluefnið var samið af Samúel Þorsteinssyni árið 2009 sem lokaverkefni (B.Ed) við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Helgu Rut Guðmundsdóttur.