Tónmennt og tónmenntakennsla

Stúlknabílskúrsband

stúlkur rokka
„Þegar tónlistarmenning er skoðuð eru staðreyndirnar sláandi. Hvar eru stúlknabílskúrsböndin á móti öllum þeim tugum strákabanda sem skjóta upp kollinum ár hvert? Af hverju er litið á trommur, rafmagnsgítar og bassa sem strákahljóðfæri? Er það vegna þess að stelpur geti ekki spilað á þessi hljóðfæri? Vitaskuld er það ekki raunin. En hver er ástæðan fyrir þessari kynjaskiptingu í hljóðfæraskipan? Einnig má velta fyrir sér ástæðum fyrir því að stelpur verða óöruggar og óframfærnar á unglingsárunum og hvort eitthvað sé hægt að gera til að sporna við þeirri þróun og brjóta niður þessa múra sem eru fátt annað en minnisvarði feðraveldisins.“
– Ylfa og Ösp

Stígðu á stokk stúlka! er kennsluefni í tónlist og leiklist fyrir unglingsstúlkur.
Höfundar eru kennararnir Ylfa Ösp Áskelsdóttir leikkona og Ösp Kristjánsdóttir tónlistarkona.

Markmið þessa kennsluefnis er að efla sjálfstæði, sjálfsmynd, sköpunargleði, frumkvæði og þor unglingsstúlkna í gegnum tónlist og leiklist.

Kennsluefnið nær yfir eina önn og er miðað við 160 mínútna kennslutíma á viku þar sem að hvor grein fær 80 mínútur til umráða. Í byrjun annar fer kennslan fram í sitthvoru lagi, það er að segja annars vegar í tónlistarkennsla og hins vegar leiklistarkennsla. Þegar líður á önnina  fléttast greinarnar og kennslan saman.

Smelltu HÉR til að sækja kennsluefnið Stígðu_á_stokk_stúlka!
Einnig er hægt að nálgast kennsluefnið sem og greinargerð sem liggur að baki kennsluefninu,
með því að klikka á eftirfarandi vefslóð: http://hdl.handle.net/1946/6482
trallalallalallala trallalallalallala trallalallalallala trallalallalallala trallalallalallala
Stígðu á stokk stúlka! er lokaverkefni Ylfu og Aspar, lagt fram til fullnaðar B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands árið 2010. Báðir höfundar vinna við kennslu barna og unglinga auk þess að vera starfandi tónlistarmaður (Ösp) og leikari (Ylfa Ösp).