Tónmennt og tónmenntakennsla

Tónsmíðar

Sköpun
Sköpun er mikilvægur þáttur í tónmennt og öllu skólastarfi. Tónsmíðar er einn þáttur sköpunar í tónmennt. Í stað þess að byrja á því semja heilt lag getur verið gott að byrja á því að semja smærri lagabúta, til dæmis leiðarstef. Með því móti verður verkefnið ekki óyfirstíganlegt en á sama tíma þurfa nemendur að huga vel að túlkun, uppbyggingu og framsetningu. Jafnframt er mikilvægt að nemendur fái að prófa sig áfram í ýmsum smærri æfingum þar sem áhersla er lögð á spuna áður en þeir leggjast í það að smíða heilt lag. Hér á síðunni má finna ýmis spunaverkefni, til dæmis undir flipunum Rytmi og Dans og önnur hreyfing.

Leiðarstef
Nýtt lag við þekkta ferskeytlu
Óvænt endalok