Tónmennt og tónmenntakennsla

Leiðarstef

Í stað þess að byrja á því semja heilt lag getur verið gott að byrja á því að semja smærri lagabúta, til dæmis leiðarstef. Með því móti verður verkefnið ekki óyfirstíganlegt en á sama tíma þurfa nemendur að huga vel að túlkun, uppbyggingu og framsetningu.

Hákarl í búningÍ kvikmyndum, leikritum og óperum er algengt að persónur hafi leiðarstef. Leiðarstef er laglína eða lítil tónsmíð sem einkennir persónuna. Stefið getur til dæmis gengt því hlutverki að minna á tilvist persónunnar, lýsa einkennum hennar eða láta vita að hún komi brátt inn á sjónarsviðið. Í ólíku samhengi getur stefið verið glaðlegt, niðurdregið, drungalegt o.s.frv. eftir því hvernig persónunni líður eða hvernig aðstæður hennar eru. Það veltur því mikið á því að persónur fái góð leiðarstef sem áhorfendur tengja við einkenni persónunnar. Þegar vel tekst til dýpkar leiðarstef túlkun og framsetningu persóna og atburða í listaverkinu. Hægt er að fara margar leiðir til að semja stef og útsetja. Hér á eftir kemur ein uppskrift sem getur verið gott að nota þegar semja á stef í samvinnu við aðra í hóp.

Grimmur hákarlUndirbúningur:

1. Þekkja nemendur einhver leiðarstef? Hlustið á þau.

2. Hlustið á leiðarstef (e. leitmotif) úr teiknimyndum/kvikmyndum/þáttum á www.youtube.com og ræðið hvernig þau eru lýsandi fyrir persónurnar. Sæmi dæmi um kvikmyndir/þætti sem nota leiðarstef má nefna Jaws, Lord of the Rings myndirnar, Frozen, How to Train Your Dragon, Toy Story, Star Wars, Superman og Pirates of the Caribbean myndirnar.

Godur_hakarl?3. Ræðið hvernig upplifun á persónum breytist þegar þær fá önnur leiðarstef, til dæmis ef Bósi Ljósálfur úr Toy Story fengi leiðarstef hákarlsins úr Jaws. Hvernig myndi ímynd hákarlsins breytast ef hann fengi stefið hans Vidda úr Toy Story?

4. Hlustið á leiðarstef í klassískri tónlist, til dæmis eftir Wagner. Er munur á slíkum leiðarstefum og leiðarstefum í kvikmyndum?

Val á efniviði/persónum:

Hákarl2Veljið einhverja stutta sögu/kafla þar sem flest allar persónurnar koma fram að minnsta kosti tvisvar sinnum.

1. Eru nemendur að lesa eitthvað í öðrum námsgreinum sem þeir geta notað í tónmenntatímum? Ef ekki, væri hægt að undirbúa samvinnu á milli greina?

2. Eru nemendur í leiklist eða að undirbúa atriði fyrir bekkjarkvöld/árshátíð, væri hægt að samtvinna þá vinnu við tónmennt?

Glaður hákarl3. Ef engin samþætting við aðrar námsgreinar á við núna er gott að velja sögur líkt og Geiturnar þrjár og Grísirnir þrír til að semja leiðarstef.

 Að semja leiðarstef – Leiðbeiningar fyrir uppbyggingu:

Nú er komið að því að skipta nemendum upp í litla hópa. Hver hópur getur fengið sömu persónuna, þá er hægt að bera saman stefin sem hóparnir búa til og jafnvel þróa stefin enn frekar. Einnig er hægt að dreifa persónum á hópana.

svangur hákarl1. Nemendur semja einfalt þrástef sem endurtekur sig. Hér er aðalatriðið að huga að rytmanum, stefið má vera á einum tóni eða hljómi.

2. Nemendur velja hljóðgjafann fyrir þrástefið, til dæmis trommu eða stafspil.

3. Nemendur semja einkennandi laglínu sem passar ofan á þrástefið.

meiddur hákarl4. Nemendur velja hljóðgjafann fyrir laglínuna, til dæmis stafspil eða blásturshljóðfæri.

5. Nemendur bæta við „skrauti“, svo sem bjöllum, tréstöfum, hristum eða öðru.

Leiðarstef og tölvur

Mennskur_hakarl1. Ef nemendur í tónmennt hafa aðgang að tölvum og viðeigandi forritum er tilvalið að prófa að semja og útsetja leiðarstef með þeim hætti. Þá geta nemendur prófað fleiri hljóðfæri og rytma en þeir hafa tök á að spila sjálfir.

2. Leyfið nemendum að búa til lítil leiðarstef og hljóðmynd fyrir stutta myndabúta, til dæmis við Tomma og Jenna, sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=Z2a8sJzbX5w