Tónmennt og tónmenntakennsla

Efsta stig

Hér má finna kennsluhugmyndir fyrir almenna bekkjarkennara sem hafa áhuga á að nota tónlist í kennslu sinni!

Fræðsla og skapandi verkefni í íslensku, samfélagsfræði, upplýsingatækni og leikrænni tjáningu
Kennsluefnið Fagurt galaði fuglinn fjallar um íslensk þjóðlög en líkt og höfundurinn bendir á, þá eru margar leiðir færar til að samþætta þetta kennsluefni í tónmennt við aðrar námsgreinar grunnskólans. Má þar helst nefna íslensku, samfélagsfræði, upplýsingatækni, dans og leikræna tjáningu. Fyrir utan fræðsluefni um íslenska þjóðararfinn þá eru í kennsluefninu verkefni þar sem lögð er áhersla á sköpunarþátt nemenda, til dæmis að semja leikgerð við lag og ljóð, leika og taka upp myndband og semja nýtt ljóð við þjóðlag. Kennsluefnið var samið af Samúel Þorsteinssyni árið 2009 sem lokaverkefni (B.Ed) við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Helgu Rut Guðmundsdóttur.