Tónmennt og tónmenntakennsla

Fagurt galaði fuglinn sá

Fagurt galaði fuglinn sá… : námsefni í tónmennt fyrir mið- og unglingastig um íslensk þjóðlög

Fagurt galaði fuglinn er námsefni í tónmennt en líkt og höfundurinn bendir á þá eru margar leiðir færar til að samþætta þetta kennsluefni við aðrar námsgreinar grunnskólans. Má þar helst nefna íslensku, samfélagsfræði, upplýsingatækni, dans og leikræna tjáningu.

Fyrir utan fræðsluefni um íslenska þjóðararfinn þá eru í kennsluefninu verkefni þar sem lögð er áhersla á sköpunarþátt nemenda, til dæmis að semja leikgerð við lag og ljóð, leika og taka upp myndband og semja nýtt ljóð við þjóðlag.

Kennsluefnið var samið af Samúel Þorsteinssyni árið 2009 sem lokaverkefni (B.Ed) við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Helgu Rut Guðmundsdóttur.

Efnið má nálgast sem pdf skjal og er hægt að hala því niður héðan og prenta út.

Með efninu fylgir greinargerð sem er ætlað að styðja við kennsluefnið og varpa ljósi á tilurð þess og tilgang. Þar má finna fræðilega umfjöllun um þjóðlög í tónmennta kennslu, samþættingu við aðrar námsgreinar og tengingu við Aðalnámská grunnskóla.

Jafnframt má finna kennsluefnið og greinargerðina í heild sinni á eftirfarand vefslóð http://hdl.handle.net/1946/3791

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *