Tónmennt og tónmenntakennsla

Klapp og þögn

Rytmaskraning2Í upphafi standa eða sitja nemendur og kennari í hring. Kennari biður einhvern nemanda um að velja tölu á bilinu 1 – 5, sú tala ákveður fjölda klappa. Eftir valinn fjölda klappa, bætist alltaf við ein þögn (Þ).

Ef nemandi velur töluna 3 þá skal klappa: 1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ …
Kennari útskýrir klappið og þögnina með því að sýna nemendum hvernig samsetningin hljómar en ekki með því að skrá niður á töflu 1-2-3-Þ né aðra útgáfu af skráningu.

Hópurinn heldur áfram að klappa þennan rytma þangað til kennari biður einhvern annan nemanda um nýja tölu á bilinu 1 – 5. Hópurinn reynir að byrja samtaka á nýja rytmanum eftir næstu þögn. Ef nemandi tvö segir 5, þá verður mynstrið eftirfarandi:

1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ- … 1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ- …

Ef illa gengur að skipta um tölu getur kennari stýrt æfingunum enn frekar með því að stoppa á milli skipta og æfa allar útgáfur sér. Í framhaldinu getur hann sjálfur kallað fram tölu þegar á að skipta um klappfjölda á milli þagna.

Þegar nemendur hafa náð þessu með nokkrar tölur og æft sig að setja þögnina inn er hægt að skipta þeim í hópa og láta samtímis hljóma ólíka rytma. Dæmi:

Hópur eitt:      1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-1-Þ-  …
Hópur tvö:      1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ-1-2-Þ- …
Hópur þrjú:    1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ-1-2-3-Þ- …
Hópur fjögur: 1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ-1-2-3-4-Þ- …
Hópur fimm:  1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ-1-2-3-4-5-Þ- …

Geta hóparnir haldið sínu klappi ef þeir ganga um í herberginu? En ef þeir skokka?
Geta hóparnir haldið sínu klappi þegar þeim er raðað í einn stóran hring og standa hliðin á einhverjum sem klappar annan takt?
dfadfasdf
Rytmaskráning
Að því gefnu að nemendur hafi ekki séð leiðbeiningarnar heldur að kennari hafi útskýrt klappið munnlega, geta nemendur skráð sitt klapp niður? Athugaðu hvernig þeir fara að því. Í framhaldinu getur þú sýnt þeim rúðurytma aðferðina og leyft þeim að skrá niður ýmis mynstur sem þið prófið að klappa saman. HÉR getur þú nálgast upplýsingar um rúðurytma og prentað út eyðublöð fyrir nemendur.