Tónmennt og tónmenntakennsla

Hljóðvinnsla fyrir lengra komna

Hljóðvinnsluforritið Audacity er aðgengilegt og auðvelt í notkun. En það besta við það er að það er alveg ókeypis og fæst bæði fyrir makka og pésa tölvur.

Allir geta notað það til að breyta tölvunni sinni í hljóðver eða hljóðupptökutæki. Það er einfalt að smella á upptökutakkann og taka upp hvaða hljóð sem er. Svo má breyta upptökunni í Wav skrá sem spilast í flestum stafrænum spilurum og má einnig vista á geisladiski.

Svo má prófa sig áfram með að klippa til hljóðskrár eða breyta þeim á einhvern hátt, en það krefst smá æfingar.

Audacity-logo-r_50pct