Tónmennt og tónmenntakennsla

Áhugaverðir tenglar

Stelpur rokka! er tónlistarverkefni sem býður stelpum á aldrinum 12 -16 ára upp á rokksumarbúðir. Í rokksumarbúðunum fá stelpurnar leiðsögn við að spila á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, semja lög og koma fram á lokatónleikum rokkbúðanna fyrir framan fjölskyldu og vini.

Á heimasíðu Musical Futures má finna hugmyndir frá tónlistarkennurum til tónlistarkennara. Þar er lögð áhersla á að færa óformlega kennslu inn í hið hefðbundna form kennslu. Á síðunni má finna ýmis myndbönd af hljómsveitaræfingum, upphitun, leikjum og fleira spennandi efni.