Tónmennt og tónmenntakennsla

Að stilla gítarinn

Ad_stilla_gitarAð stilla gítarinn
Þegar kemur að því að stilla gítarinn getur reynst gott að hafa gítarstilli en það er þó ekki nauðsynlegt. Hægt er að fá gítarstilla í ýmsum útfærslum, þeir sem klemmdir eru á gítarhausinn og skynja víbringinn í strengjunum, þeir sem hafa innbyggðan hljóðnema og svo þeir sem eru tengdir við gítarinn með gítarsnúru. Einnig er hægt að stilla gítarinn eftir t.d. hljómborði en tónar strengjanna frá þeim efsta (þykkasta) til þess neðsta eru:

1. strengur er E
2. strengur er A
3. strengur er D
4. strengur er G
5. strengur er B
6. strengur er E

Á netinu má finna ýmsar vefsíður sem bjóða upp á tóna til að stilla eftir. HÉR er tengill á eitt myndband á youtube þar sem sést vel hvaða streng er verið að stilla og hvernig hann á að hljóma.

Jafnframt er hægt að stilla gítarinn eftir eyranu en þá er nauðsynlegt að hafa efsta strenginn, þ.e.a.s. E strenginn, réttann. Ef haldið er á 5. bandi á E streng fæst tónninn A, sami tónn og á streng 2, ef haldið er á 5. bandi á A streng fæst tónninn D og koll af kolli. Þegar komið er að því að stilla 5. streng þarf að færa fingurinn niður á 4. band á G streng en þá fæst tónninn B. Tónn neðsta strengsins E fæst svo með því að halda við 5. streng á 5. bandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *