Tónmennt og tónmenntakennsla

Stóra söngvasafnið fyrir leik- og grunnskóla

STÓRA SÖNGVASAFNIÐ inniheldur alla söngva sem voru áður í útgefni námsefni fyrir greinina Tónmennt í grunnskóla auk fjölmargra söngva sem algengir eru í íslenskum leikskólum. Stóra söngvasafnið sameinar því tvö eldri söngvasöfn: Söngvabankann og Söngvasafnið af tonmennt.is og telur nú um 340 titla.

Fyrir hvert lag er hægt að velja að skoða: Nótur á pdf, Nótur í nótnaskriftarforritinu musescore, eða hlusta á hljóðskrá með laglínunni og hljómum. Öllum skrám má hlaða niður án kostnaðar.

Margar hljóðskrárnar má nota sem undirleik undir söng ef þeim er hlaðið niður í tölvu og spilaðar með VLC spilara, þar sem hægt er að stilla hraðann á undirleiknum.

GAMLA SÖNGVASAFNIÐ OKKAR

Krækja fyrir þau sem vilja kíkja á gömlu útgáfuna sem ekki er lengur hægt að opna frá valmynd síðunnar