Til að stilla saman strengi hljómsveitarmeðlima má nota sambamatseðilinn og vinnuna sem honum tengist, sjá HÉR.
Með því móti fá hljómsveitarmeðlimir tilfinningu fyrir rytma og því hvernig öll hljómsveitin þarf að vinna að því saman að spila í takt. Einnig má nota sambamatseðilinn og leiðbeiningarnar til að kenna nemendum að semja sitt eigið groove eða stef sem hægt er að semja laglínu ofan á í framhaldinu.
Hljómsveitarmeðlimir geta spilað á þau hljóðfæri sem þeir munu spila á í bílskúrsbandinu, en það þarf að velja tóna/hljóma sem þeir mega nota við að spila réttina á matseðlinum. Hér er tilvalið að tala um tóntegundir og mikilvægi þeirra.