Tónmennt og tónmenntakennsla

Rytmasveit – sambamatseðill

Til að stilla saman strengi hljómsveitarmeðlima má nota sambamatseðilinn og vinnuna sem honum tengist, sjá HÉR.

18587242-maracas-chitarra-e-strumenti-musicali-bongo
Með því móti fá hljómsveitarmeðlimir tilfinningu fyrir rytma og því hvernig öll hljómsveitin þarf að vinna að því saman að spila í takt. Einnig má nota sambamatseðilinn og leiðbeiningarnar til að kenna nemendum að semja sitt eigið groove eða stef sem hægt er að semja laglínu ofan á í framhaldinu.

Hljómsveitarmeðlimir geta spilað á þau hljóðfæri sem þeir munu spila á í bílskúrsbandinu, en það þarf að velja tóna/hljóma sem þeir mega nota við að spila réttina á matseðlinum. Hér er tilvalið að tala um tóntegundir og mikilvægi þeirra.