Tónmennt og tónmenntakennsla

Afrískur regndans

regndans
Hér má finna uppskrift af afrískum regndansi.
Í upphafi standa nemendur og kennari í hring og halda því formi út dansinn. Um leið og orðin eru sögð eru gerðar viðeigandi hreyfingar (sjá uppskriftina). Kennari þarf að gæta þess að leika sér aðeins með röddina og mynda talkór með nemendum sínum. Í framhaldi af dansvinnunni væri hægt að leyfa nemendum að:

A: Prófa að dansa án þess að segja orðin á upphátt.
B: Spila orðarytmann á slagverkshljóðfæri, til dæmis hluta hópsins á meðan hinn dansar, með og án orða.
C: Semja lag við textann.
D: Semja nýjan texta og dans, til dæmis sólardans.

 

 

Rigni – rigni – rigni – rigni – rigni – rigni – rign
Þátttakendur eru með hendur upp í loft, tákna rigningu með fingrunum og hreyfa sig til hægri í takt við þuluna.
Rigni – rigni – rigni – rigni – rigni – rigni – rign
Þátttakendur eru með hendur upp í loft, tákna rigningu með fingrunum og hreyfa sig til vinstri í takt við þuluna.
Toga niður
Toga niður með hægri hendi
Toga niður
Toga niður með vinstri hendi
Grafa –
Gera „holu í sandinn“ með hægri fæti
og – grafa
Gera „holu í sandinn“ með vinstri fæti
Komd´ að dansa
Hendur fram og bossinn aftur á bak
Komd´ að dansa
Hendur fram og bossinn aftur á bak
Grafa –
Gera „holu í sandinn“ með hægri fæti
og – grafa
Gera „holu í sandinn“ með vinstri fæti
Komd´ að dansa
Hendur fram og bossinn aftur á bak
Komd´ að dansa
Hendur fram og bossinn aftur á bak
-og hægri
Rúlla hægri mjöðm fram
-og vinstri
Rúlla vinstri mjöðm fram
Komd´ að dansa
Hendur fram og bossinn aftur á bak

Aftur frá byrjun og eins lengi og úthald nemenda leyfir.