Tónmennt og tónmenntakennsla

Nú ætla allir hér að dansa

Sjá nótur og texta á PDF formi HÉR

Kennari spilar á píanó/gítar og allir syngja saman. Nemendur leiðast allir í hring, ganga og dilla sér með laginu þar til kennarinn eða einhver ákveðinn forsöngvari (hægt að skiptast á) segir hverjir eiga að fara inn í hringinn. Það gætu til dæmis verið allir þeir sem eru: með ljóst hár/með dökkt hár/í svörtum buxum/með teygju í hárinu o.s.frv.
Þeir hinu sömu fara þá inn í hringinn og dansa þar á meðan að lagið er sungið aftur þar til kemur að því að forsöngvarinn segir hverjir eiga næst að fara inn í hringinn.

 

Nú ætla allir hér að dansa
dansa í stórum hring
sumir dansa inn í miðju
allir þeir sem eru: með gleraugu/ljóst hár/berar tásur/gráum buxum…