Tónmennt og tónmenntakennsla

Lestin er að koma

Í bókinni Musical games, fingerplays and rhythmic activities for early childhood má finna ýmsa skemmtilega tónlistarleiki og lög. Bókin er skrifuð af Marian Wirth, Verna Stassevitch, Rita Shotwell og Patricia Stemmler og gefin út árið 1983. Bókin er til á bókasafni Menntavísindasviðs, sjá HÉR.

Lestin er að komaÍ bókinni má meðal annars finna Train Song (bls. 132) sem Helga Rut Guðmundsdóttir hefur þýtt. Íslenska textann má finna á PDF formi HÉR nótur á PDF formi HÉR.

Fyrir utan að syngja sjálft lagið krefst leikurinn þess að nemendur semji sínar eigin setningar, noti ímyndunaraflið, dansi og hreyfi sig.

Leiðbeiningar:

1. Í upphafi syngur kennarinn setningarnar og nemendur svara með ó – já,  smám saman fara allir nemendur að syngja allan textann, það er að segja eftir fyrstu setninguna í hverju erindi. Svona lítur eitt erindi út:

Lestin er að koma, ó – já!
Lestin er að koma, ó – já!
Lestin er að koma, lestin er að koma,
lestin er að koma, ó – já!

2. Þegar nemendur hafa náð tökum á laginu getur hver sem er verið stjórnandi. Sá sem stjórnar lestinni ræður upphafssetningu hvers erindis.

3. Nemendur standa í röð og mynda lest. Hvernig hreyfist lestin?

4. Hvernig vagnar eru í þessari lest? Getur hver nemandi fengið sitt hlutverk/vagn? Það eru margir möguleikar, til dæmis svefnvagn, matarvagn, kolavagn og vélavagn. Geta nemendur táknað sinn vagn með hreyfingu? Lestin brunar af stað með alla sína ólíku vagna.

5. Þessi lest samanstendur af hluta nemenda. Aðrir nemendur mynda nokkrar biðstöðvar. Nemendur í lestinni fá ólík hlutverk, til dæmis að vera bremmsan, kæliviftan, farþegi, vélin, lestarstjórinn, flautan og svo framvegis. Lestarhlutarnir þurfa að vinna saman að því að lestin hægi á sér þegar hún verður of heit, hraði á sér ef hún er að verða of sein, taki upp nýja farþega og svo framvegis.