Tónmennt og tónmenntakennsla

Plastmálsmagnarinn

PlastmálsmagnariIMG_6367
Þið þurfið:
1 plastmál (einnota)
2 bandspotta (um 80 cm langa)
2 bréfaklemmur
Bolla með dálitlu vatni
Skæri
(Í stað plastmáls má nota jógúrtmál, bauka utan af rúsínum eða annað þ.u.l.)

Bindið bréfaklemmu við annan endann á báðum spottunum. Gerið ofurlitla rifu í botninn á plastmálinu með oddinum á skærunum. Þræðið annan spottann í gegnum rifuna á málinu þannig að bréfaklemman sé staðsett innan í málinu. Snúið klemmunni þannig að hún renni ekki út um rifuna. Bleytið fingurgómana í vatnsbollanum.

IMG_6383      IMG_6385IMG_6396

Takið nú strenginn sem er án plastmáls, klemmið vota fingurna fast utan um strenginn og rennið þeim niður eftir strengnum. Reynið að framkalla ískrandi hljóð með þessari aðferð. Takið nú strenginn með bollanum og gerið það sama. Byrjið næst bollanum og dragið fingurna niður strenginn. Heyrist samskonar hljóð og með hinum strengnum?