Tóneðli strengsins
Þið þurfið:
Einsstrengja gítar (eða nælonstreng sem strengdur er milli 2ja skrúfa á um 50 cm langri spítu)
Málband
Píanó eða annað hljómborðshljóðfæri
Sláið strenginn og hlustið á tóninn sem hann gefur. Finnið samsvarandi tón á píanóinu. (Ef tónninn er ekki alveg sá sami má örlítið hreyfa við annarri skrúfunni á gítarnum til að stilla strenginn við nótuna á píanóinu sem hljómar næst strengnum).
Píanóið hefur 12 nótur sem endurtaka sig aftur og aftur á lyklaborðinu. Leikið nótuna sem hljómar eins og gítarinn og finnið svo næstu “samskonar” nótu fyrir ofan.
Hvað þurfið þið að gera til þess að getað spilað “efri” nótuna á einsstrengja gítarinn?
Mælið lengd strengsins í fullri lengd. Mælið lengd strengsins sem hljómar eins og “efri” nótan á píanóinu.
Að hverju komist þið?