Tónmennt og tónmenntakennsla

Ísboxgítar

ÍsboxgítarIMG_6480

Þið þurfið:
1 ísbox (1 eða 2 lítra) með loki
1 svera gúmmíteygju
1 mjóa gúmmíteygju
2 blýanta
Skæri

Teiknið ferhyrning nær öðrum endanum á lokið. Gætið þess að ferhyrningurinn fari ekki nær brúnum loksins en sem nemur 2-3 cm (eftir stærð boxins). Klippið ferhyrninginn varlega út. IMG_6486IMG_6485Setjið lokið á boxið. Smeygið gúmmíteygjunum langsum yfir boxið. Þræðið blýantana undir teygjurnar nálægt hvorum enda boxins. Sláið (plokkið) gúmmíteygjurnar eins og um strengi væri að ræða. Hlustið á muninn á hljóðinu frá teygjunum tveimur.
Í hverju er munurinn fólginn?
Hvað gerist ef blýantarnir eru færðir nær hvor öðrum?IMG_6492
Titrar öll teygjan eða bara sá hluti sem er á milli blýantanna?IMG_6497