Tónmennt og tónmenntakennsla

Krukkuspil

KrukkuspilIMG_6499

Þið þurfið:
4-8 glerkrukkur af sömu gerð (eða glerglös)
Könnu með vatni
Málmpinna eða harðan slegil (notast má við sokkaprjón eða blýant)

Hellið dálitlu af vatni í eina krukku, örlítið meira af vatni í næstu krukku og þannig koll af kolli. Raðið krukkunum þannig að krukkan með minnsta vatni sé lengst til vinstri og krukkan með mesta vatninu sé lengst til hægri. Takið slegilinn og sláið á krukkurnar eins og leikið er á klukkuspil. Reynið að búa til tónstiga sem ykkur finnst hljóma fallega.

IMG_6505IMG_6518IMG_6520

Getið þið leikið eitthvert stef eða byrjun á lagi sem þið þekkið?
Prófið að taka tóma krukku og hella rólega í hana vatni á meðan einhver annar slær í sífellu með pinna í krukkuna.
Getið þið lýst því sem gerist?