Tónmennt og tónmenntakennsla

Efniviður

Silfurplötur Iðunnar
Ef Íslendingasögurnar eru bókmenntaarfur Íslendinga þá eru Silfurplötur Iðunnar það í tónlistarlegum skilningi. Silfurplötur Iðunnar samanstendur af bók og fjórum geisladiskum með 200 fyrstu stemmunum sem kvæðamannafélagið Iðunn lét taka upp, og voru teknar uppá silfurplötur á árunum 1935-36. Bókin inniheldur allar vísur sem kveðnar eru og stemmurnar skrifaðar á nótum. Auk þess eru greinar um félagið, kveðskap, rímur og upptökurnar eftir valinkunna sérfræðinga. Bókinni fylgir ítarleg nafnaskrá allra sem koma við sögu.

„Úr vísnabók heimsins“, geisladiskur og textabók
„Úr vísnabók heimsins” er geisladiskur sem íslensk börn af erlendum uppruna hafa sungið inn á barnavísur frá 18 löndum

www.mamalisa.com/
Erlend síða með safni barnagæla víðsvegar að úr heiminum

www.creatingmusic.com
Erlend síða með einföldum hlustunarverkefnum þar sem lögð er áhersla á tónbil

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *