Hér erum við að vinna með það að upplifa og tjá taktinn með öllum líkamanum. Áður en byrjað er á þessari vinnu væri gott að þjálfa nemendur með því að gera grjónapoka æfingarnar, sjá HÉR.
Þessar æfingar miðast við fjórir fjórðu (4/4). Kennari og nemendur standa í hring og stíga taktinn. Til að byrja með er gott fyrir kennara og nemendur að telja taktinn saman á upphátt um leið og þeir stíga sporin. Grunnsporið er eftirfarandi:
1. slag: Hægri fótur fram (og vinstri fótur lyftist örlítið upp á staðnum)
2. slag: Stíga í vinstri fót á staðnum
3. slag: Hægri fótur aftur fyrir (og vinstri fótur lyftist örlítið upp á staðnum)
4. slag: Stíga í vinstri fót á staðnum
Þegar nemendur hafa náð grunnsporinu taka við eftirfarandi verkefni:
A: Prófið að auka/minnka hraðann.
B: Hlustið á lag í 4/4 og stígið dansinn, hvað gerist ef lagið er ekki í 4/4?
C: Stígið taktinn og syngið um leið lag í 4/4.
D: Kennari leggur inn einfaldan rytma sem allir klappa um leið og þeir stíga taktinn.
E: Kennari eða annar stjórnandi klappar rytma yfir einn takt og nemendur herma eftir yfir næsta takt. Ef þetta reynist nemendum auðvelt er hægt að láta rytmamynstrið ná yfir tvo takta. Allir stíga taktinn á meðan.
F: Nemendur spinna rytma, einn af öðrum. Allir stíga taktinn á meðan.
Spunaþrep:
1. Nemendur spinna yfir einn takt.
2. Nemendur spinna yfir tvo takta.
3. Nemendur eiga að bæta þögnum inn í rytmann.
4. Kennari leggur inn flóknari rytma fyrir nemendur að herma eftir.
5. Nemendur spinna flóknari rytma.