Tónmennt og tónmenntakennsla

Látum „orðið“ ganga

KlappleikurNemendur sitja í hring og halda takti með klappi (læri – klapp – læri – klapp …).
Kennari/stjórnandi segir orð í takt við klappið, til dæmis mánuð eða vikudag, í hægra eyrað á nemanda númer eitt. Nemandinn endurtekur sama orðið þar til hann heyrir nýtt orð frá stjórnandanum. Sá nemandi sem situr vinstra megin við nemanda númer eitt apar eftir honum orðið og breytir orðinu ekki fyrr en hann heyrir nýtt orð hægra megin við sig. Þannig gengur hvert orð í það minnsta einn hring.