Tónmennt og tónmenntakennsla

Vinstri – hægri: Látum hlutinn ganga

Lagið og leikurinn „Vinstri – hægri: Látum hlutinn ganga“ er úr bókinni Rytmisk pædagogik i grunnskolen. Helga Rut Guðmundsdóttir þýddi.
Nóturnar má nálgast hér á PDF formi: Vinstri – Hægri: Látum hlutinn ganga

Fra_vinstri_til_haegri

 

Nemendur sitja í hring á gólfinu, allir með einn hlut örlítið vinstra megin fyrir framan sig. Líkt og texti lagsins segir til um, eiga nemendur að færa hlutinn frá vinstri yfir til hægri þar sem næsti nemandi tekur við honum. Hver hreyfing fær lengdargildi einnar fjórðuparts nótu. Nemendur syngja lagið um leið og þeir gera hreyfingarnar.