Rúðurytmar er einföld leið til að skrá rytma án þess að kunna neitt í flókinni rytmaskrift. Fyrir marga er auðveldarar að skrá og lesa rytma með þessari aðferð því hún krefst engrar kunnáttu í hefðbundinni tónfræði.
Grunnhugmyndin kemur frá tölvuforritum (eins og fleximusic) þar sem rytmar eru skráðir með því að fylla inn röð af litlum ferningum (RÚÐUM). Ef allar rúður eru útfylltar verður rytminn eins og viðstöðulaus púls (techno beat) en þegar sumar rúður eru auðar fer að myndast rytmi og rytmamynstur.
Hægt er að endurtaka átta rúður aftur og aftur eða búa til lengri búta með 16 eða fleiri rúðum.
Átta rúður tómar
Allar rúður fylltar (Átta jöfn slög eins og stöðugur púls)
Sumar rúður fylltar -Myndar rytma mynstrið: TA -TÍ-TÍ – TA – TA ( ♩♫♩♩) eða ♪٢♪ ٢ ♪ ♫ ٢
Hér má ná í eyðublöð með rúðum til að vinna með rytmamynstur og æfa sig í að klappa þau: