Hér eru nokkrir einfaldir kroppa-klapp-leikir
Kroppaklappþulurnar henta vel sem upphitun fyrir flóknara slagverk með líkamanum á miðstigi grunnskólans. Þær eru einnig góðar einar og sér með nemendum á yngsta stigi.
Farið er með þulurnar með taktföstum áherslum og hreyfingarnar gerðar samtímis. Kennarar geta útfært þetta eftir vild og þörfum.
Teygja teygja upp í topp
upp í topp
upp í topp
Leggja báða lófa á gólf
klappa’ á gólf
klappa’ á gólf
Berja svo á bumbu sér
bomm bomm bomm
bomm bomm bomm
Hrista hendur
hrista fætur
Ekki fara’ á taugunum
Loka báðum augunum
sshhh ssshhh
Með höndunum gerum við klapp klapp klapp
klapp klapp klapp
klapp klapp klapp
Með fótunum gerum við stapp stapp stapp
stapp stapp stapp
stapp stapp stapp
Til skiptis gerum við
klapp klapp
stapp stapp
klapp klapp
stapp stapp
klapp stapp
klapp stapp
klapp klapp, Hei!