Spjaldtölvur bjóða upp á nýja möguleika í tónsmíðum. Sífellt eru smíðuð ný smáforrit eða “öpp” sem má nota til að semja tónlist. Þetta eru forrit af ýmsu tagi. Sum eru afar einföld og bjóða upp á fáa möguleika en önnur eru hreinlega smíðuð fyrir atvinnutónlistarmenn. Það er ekki mögulegt að gera öllum tónlistarforritum fyrir spjaldtölvum skil hér, en við hvetum áhugasama til að fylgjast vel með og prófa sig áfram. Því það sem hentar einum hentar öðrum síður.
Undir þessari síðu mun smám saman bætast við umfjöllun um ólík ÖPP og möguleika þeirra fyrir tónmenntakennslu. En hér er nokkuð góð upptalning á algengum tónlistarforritum fyrir iPad. Kíkið á:
https://www.techradar.com/news/best-free-ipad-apps/6