Tónmennt og tónmenntakennsla

Beatwave

mzl.kfdxmbdfBeatwave forritið er skemmtilegt að því leyti að það leyfir notandanum að semja tónlist með því að teikna mynstur með fingrunum á spjaldtölvuna. Ef útkoman er ekki góð má stroka út t.d. með því að hrista spjaldtölvuna, en einnig með því að stroka út einn reit í einu.

Forritið notar fyrirfram tilbúna dansrytma en notandinn getur breytt þeim og átt við hljóðin á ýmsa vegu. Notandinn getur bæði byggt tónlistina upp lóðrétt og lárétt. Það er að segja, það má semja tónlistina í mörgum lögum sem heyrast samtímis (lóðrétt) en einnig má setja saman búta sem koma hver á eftir öðrum (lárétt).

https://itunes.apple.com/is/app/beatwave/id363718254?mt=8

beatwave