Tónmennt og tónmenntakennsla

Yngsta stig

Hér má finna kennsluhugmyndir fyrir almenna bekkjarkennara sem hafa áhuga á að nota tónlist í kennslu sinni!

Komdu og skoðaðu: Tónlistarefni fyrir allar bækurnar á yngsta stigi
Hér fá bekkjarkennarar í hendurnar stórt söngvasafn og leiðbeiningar með fjölmörgum hugmyndum að tónlistarhlustun og tónlistarleikjum til að gera nám barnanna skemmtilegra og fjölbreyttara. Námsefnið er samið af Sigurlínu Jónsdóttur í tengslum við M.Ed. ritgerð sem hún skrifaði vorið 2014 við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Helgu Rutar Guðmundsdóttur.

Landafræði, menning og tónlist: Ástralía, Japan, Mexíkó, Sambía og Serbía
Hér fá bekkjarkennarar í hendurnar kennsluefni þar sem lögð er áhersla á að kynna tónlist og þann menningarheim sem hún er sprottin úr. Í efninu má finna ýmsar grunnupplýsingar um heimsálfur og siði landanna sem lögin eru ættuð frá sem og upplýsingar um löndin sjálf.
Tónlist er samofin menningu þjóða heimsins og segir einnig mikið um menningu þess samfélags sem hún er sprottin úr þar sem hún endurspeglar oftar en ekki sögu fólksins í landinu. Kennsluefnið heitir „Hönd í hönd“ og er samið af Elfu Dröfn Stefánsdóttur árið 2009 sem lokaverkefni (B.Ed) við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Elfu Lilju Gísladóttur.

Hægt er að nota tónlist sem kveikju eða innblástur að allskyns skemmtilegum listaverkum. Hér má finna ýmsar hugmyndir sem tengjast lögum og löndum. Kennsluefnið heitir „Hönd í hönd“ og er samið af Elfu Dröfn Stefánsdóttur árið 2009 sem lokaverkefni (B.Ed) við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Elfu Lilju Gísladóttur.

Tungumál og tónlist: Ástralía, Japan, Mexíkó, Sambía og Serbía
Hér fá bekkjarkennarar í hendurnar dæmi um söngva frá viðkomandi löndum. Textarnir eru bæði á upprunalegu máli og íslensk þýðing. Með því að hlusta á lögin og textana kynnast nemendur nýjum málhljóðum.  Það að syngja eða lesa textana getur aukið og eflt hljóðkerfisvitund nemenda. Kennsluefnið heitir „Hönd í hönd“ og er samið af Elfu Dröfn Stefánsdóttur árið 2009 sem lokaverkefni (B.Ed) við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Elfu Lilju Gísladóttur.