Tónmennt og tónmenntakennsla

Íslenskt útgefið efni

Hér má finna lista yfir útgefið tónmenntaefni á íslensku.
Listinn var síðast uppfærður 19.03.15, ef þú hefur ábendingu um efni sem á heima hér inni, vinsamlegast sendu póst á helgarut(hja)hi.is

Hljóðspor: Saga alþýðu- og dægurtónlistar frá tímum þrælahalds í Bandaríkjunum til loka 7. áratugar 20. aldar ásamt tóndæmum og verkefnum
Kennarabók, geisladiskar, nemendabók og verkefnabanki
Höfundur: Pétur Hafþór Jónsson tók saman tóndæmi og er höfundur bókanna
Sjá nánar hér

Hring eftir hring: Kennsluefni í tónlist og hreyfingu; leikir, rímur, söngvar, öndun, hljóðfæri, samvinna, líkamsvitund, slökun og fleira
Kennsluefni og geisladiskar
Höfundur: Elfa Lilja Gísladóttir
Sjá nánar hér

Leikum með hljóðin: Hugmyndabanki með verkefnum, sönglögum, útsetningum og tónfræði
Kennsluefni og geisladiskur
Höfundar: Guðfinna Guðlaugsdóttir og Þórunn B. Sigurðardóttir
Sjá nánar hér

Nýjir skólasöngvar:  44 lög og ljóð með raddsetningum, undirleik og fleiri hugmyndum
Kennarabók og nemendabók
Höfundur: Þórdís Guðmundsdóttir safnaði gögnum
Sjá nánar hér

Nýtt söngvasafn handa heimilum og skólum: Píanóútsetningar við 226 sönglög
Kennarabók
Umsjón: Friðrik Bjarnason og Páll Halldórsson
Sjá nánar hér

Stafspil: Handbók í tónmenntakennslu út frá hugmyndafræði Carls Orff með 13 útsetningar fyrir stafspil og leiðbeiningar um vinnuferli, til dæmis fyrir fyrstu skrefin við að setja saman hljómsveit
Kennarabók
Höfundur: Nanna Hlíf Ingvadóttir
Sjá nánar hér

Syngjandi skóli: 44 nótnasett lög og kvæði ásamt geisladiskum með tveimur útgáfum af hverju lagi, annars vegar undirleikur fyrir söng og hins vegar sungin útgáfa
Kennaraefni og geisladiskar
Höfundur: Þórunn Björnsdóttir tók saman
Sjá nánar hér

Söngvasafn: Rúmlega 200 sönglög, útsett fyrir píanóundirleik og með bókstafshljómum til að auðvelda gítarundirleik
Kennaraefni
Umsjón: Ingólfur Guðbrandsson, Snorri Sigfús Birgisson og Þorgerður Ingólfsdóttir
Sjá nánar hér

Söngvasafn 1: 67 lög með nótnasettum laglínum, bókstafshljómum og textum
Kennaraefni
Umsjón: Pétur Hafþór Jónsson á um endurskoðun, söfnun efnis og hljómsetningu
Sjá nánar hér

Söngvasafn 2: 68 lög með nótnasettum laglínum, bókstafshljómum og textum
Kennaraefni
Umsjón: Pétur Hafþór Jónsson á um endurskoðun, söfnun efnis og hljómsetningu
Sjá nánar hér

Tónlist og Afríka: Söngvar, tóndæmi, menning, dansar, hljóðfæraútsetningar, spuni og rytmi, nokkur afrísk hljóðfæri og hljóðfæragerð
Kennaraefni, geisladiskur og nemendabók
Höfundar: Helga Vilborg Sigurðardóttir og Ólafur Schram
Sjá nánar hér

Tónlist og tölvur: Fjallað er um þá möguleika sem tölvur bjóða upp á og sagt frá helstu tónlistarforritum og hvernig þau virka, einnig eru ýmsar æfingar og verkefni
Kennaraefni, geisladiskar og nemendabók
Höfundur: Flosi EinarssonSjá nánar hér

Töfrakassinn: 103 leikir sem eru hugsaðir út frá tónlist í víðum skilningi, með það að markmiði að stuðla að alhliða þroska hvers barns
Kennaraefni
Höfundur: Bryndís Bragadóttir
Sjá nánar hér

Við spilum og leikum við litlu börnin: 10 leikir sem hafa það sameiginlegt að kenna börnum að greina mismunandi tónlist í hreyfingu og leik. Bókinni fylgir geisladiskur með tónlistinni en einnig eru nótur fyrir þá sem vilja spila sjálfir
Kennaraefni og geisladiskur
Höfundur: Nina Sommerfeldt
Umsjón: Linda Margrét Sigfúsdóttir og Vilhjálmur Guðjónsson
Sjá nánar hér

Virkir þátttakendur: handbók í tónmennt fyrir grunnskólakennara. Verkefnunum í bókinni er skipt í tvo hluta, tónlistarleiki og að semja tónlist, og er bent á leiðir til að tengja þau við önnur viðfangsefni sem fengist er við í skólanum. Einnig er bent á margs konar hlustunar- og söngefni.
Kennaraefni
Höfundur: Robert S.C. Faulkner
Sjá nánar hér

Það er gaman að hlusta á kvikmyndatónlist
Kennaraefni, nemendabók, kennsluleiðbeiningar, geisladiskur og mynd
Umsjón: Soffía Vagnsdóttir valdi efnið
Sjá nánar hér

Það var lagið: Hugmyndaefni fyrir kennara í tónmennt á yngsta stigi grunnskóla
Kennaraefni, vinnublöð, bingó og spil, geisladiskar
Höfundar: Elfa Lilja Gísladóttir, Helga Loftsdóttir, Kristín Valsdóttir og Linda Margrét Sigfúsdóttir
Sjá nánar hér