Tónmennt og tónmenntakennsla

Drummer (Trommari)

Verð: Frítt

Aldur: 8+

Dot drummer er einfalt trommu rytma app. Unnið er með 4/4 takt á mjög einfaldan myndrænan hátt. Fjórar raðir með fjórum punktum tákna lengdina á einum takti þar sem hver punktur táknar einn sextánda part úr takti. Notandinn velur úr lista af ólíkum trommuhljóðum og getur síðan ákveðið hvar í taktinum tiltekið hljóð á að heyrast með því að benda á punktana. Þegar punktur er valinn verður hann dekkri og sýnir það hvar valið hljóð mun heyrast.

Appið er góð kynning á því hvernig tónraðlar virka og opnar þar með heilan heim af rytmaforritun fyrir unga notendur. Fyrri reynsla er óþörf af því að forrita rytma eða af vinnu með tónaðla. Appið er hentugt til að útskýra rytma fyrir nemendum og hvernig þeir eru uppbyggðir.

Forritið má nota til að kenna um mikilvægi þagna þegar rytmar eru búnir til. Þegar nemendur byrja að nota appið hafa sumir tilhneigingu til að velja alla punktana. Þá uppgötvast hversu lítið áhugaverður rytmi kemur út úr því. Hinsvegar með því að setja inn þagnir á völdum stöðum er hægt að setja saman mjög áhugaverða rytma.

Stærsti galli: Ekki er hægt að vista rytma í appinu