Tónmennt og tónmenntakennsla

Music 4 Kids

Music 4 Kids

Verð
: $ 2.99

Aldur: 4+

Music for Kids er einfalt snjallforrit fyrir börn 4 ára og eldri, það getur þó vel nýst þeim sem eldri eru við fyrstu skref í tónfræði og nótnalestri. Þrátt fyrir að appið sé einfalt í sniðum hefur það mikla möguleika þar sem hægt er að sníða æfingarnar eftir eigin áherslum. Hægt er að velja á milli 11 tungumála og þar sem appið er ætlað yngri börnum er möguleiki fyrir foreldra að takmarka aðgengi með því loka fyrir stillingar.

Í appinu eru þrjú megin þemu: Make a Tune, Challenges og My tunes.

  • Make a Tune býður notendum að velja á milli 5 mismunandi plánetna þar sem hægt er að semja sitt eigið lag með einfaldri nótnaskrift. Notandinn getur þar á eftir vistað lagið, spilað aftur, breytt og bætt.
  • Challenges býður notendum að leysa þrautir á plánetunum, hver pláneta hefur sitt eigið umhverfi, hljóðheim og hefur hver þeirra 28 fjölbreyttar þrautir. 
  • My Tunes er nokkurs konar mappa með öllum þeim tónverkum sem notandinn hefur skapað með appinu. Þar að auki má finna nokkrar þekktar tónsmíðar sem hægt er að spila, breyta og bæta.

Samantekt: Appið er einfalt í sniðum og hentar því vel ungum nemendum og auðvitað kennurum.