Hoppandi salt
Þið þurfið:
1 tóma dós, t.d. utan af kaffi eða þurrmjólk
1 örk af plastfilmu (u.þ.b. 30 cm)
Salt
Gúmmíteygju
1 trommu (háværa) [notast má við potta o.þ.u.l]
1 trommukjuða (slegil)
Leggið plastfilmuna yfir opið á dósinni. Festið með gúmmíteygjunni. Strekkið plastfilmuna eins þétt og mögulegt er.
Komið nokkrum saltkornum fyrir ofan á plastfilmunni.
Standið nokkrum skrefum frá dósinni og sláið duglega í trommuna með slegli. Fylgist með því hvað saltið gerir!
Finnið út hvað gerist ef þið standið nær eða fjær. Eins má prófa mismunandi stærðir af trommum og mismunandi gerðir af salti.
Að hverju komist þið?