Tónmennt og tónmenntakennsla

Fyrstu hljómarnir

upprettur_gitarHér fyrir neðan eru myndir af nokkrum hljómum sem gott er að byrja á að læra. Myndirnar snúa eins og gítarnum sé haldið upprétt/lóðrétt, líkt og gítarinn á myndinni hér til vinstri. Á myndunum standa jafnframt heitin á strengjunum. Ef þú ert ekki nú þegar búin(n) að stilla gítarinn þá skaltu gera það núna, sjá leiðbeiningar HÉR.

Táknið X merkir að ekki eigi að slá/spila á þann streng í þessum hljómi. Táknið o þýðir að viðkomandi streng eigi að spila „opinn“ , það er að segja án þess að fingur styðji á hann á hálsinum.

Það er gott að byrja á því að æfa hljómana A og D. Til að byrja með þarf að æfa fingurna í að spila sitthvorn hljóminn en næsta skref er að þjálfa fingurna í að skipta á milli þessara tveggja hljóma.

 

grip

 

Á youtube má finna leiðbeiningar og hjálp við að spila þessa hljóma, til dæmis HÉR.

Leiðbeiningarnar hér að ofan og mynd af hljómunum/gripunum má nálgast HÉR á PDF formi til að prenta út.