Á þessum vef er að finna efni sem styður við nám og kennslu í tónlist inni í grunnskólum. Efnið á að hvetja til virkni og þátttöku nemenda sem læri um tónlist í gegnum vinnu með tónlist.
Verkefnin eru af ýmsu tagi og henta bæði kennurum sem eru sérhæfðir í tónmenntakennslu en einnig er hér að finna verkefni sem allir kennarar eiga að geta nýtt í almennri kennslu þar sem tónlist er tekin með í samþættingu námsgreina.
Verið er að vinna að uppsetningu fyrstu verkefnanna út árið 2014, en eftir það munu ný verkefni bætast við smám saman. Uppsetning efnis á þessum vef er unnin af meistaranemum í list- og verkmenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, með styrk úr Þróunarsjóði námsgagna 2013. Umsjón með efni og uppsetningu hefur Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, dósent í tónmennt á Menntavísindasviði.