Hér má finna nokkrar einfaldar uppskriftir fyrir kroppklapp. Tilgangur uppskriftanna er að sýna nemendum fram á hvernig hægt er að skrá niður hugmyndir sínar og muna þær. Um leið verða uppskriftirnar að tæki fyrir nemendur til að deila hugmyndum sínum.
Þegar kennari hefur sýnt nemendum fyrir hvað táknin standa og framkvæmt stuttu uppskriftirnar með þeim, er sniðugt að skipta nemendum í litla hópa sem fylla út eigin uppskriftir. Til að kanna hvort uppskriftirnar virka, skiptast hópar á uppskriftum og prófa að framkvæma þær.
Stuttar uppskriftir í 4/4
—Tákn fyrir kroppaklapp
—Uppskrift eitt
—Uppskrift tvö
—Uppskrift þrjú
—Uppskrift fjögur
Stuttar uppskriftir í 3/4
—Tákn fyrir kroppaklapp
—Uppskrift eitt í 3/4
—Uppskrift tvö í 3/4
—Uppskrift þrjú í 3/4
—Uppskrift fjögur í 3/4
Uppskriftir sem nemendur fylla inn í eftir eigin höfði
—Tákn fyrir kroppaklapp
—Uppskriftareyðublað í 4/4
—Uppskriftareyðublað í 3/4
Ein aðferð við að skrá kroppaklapp
eða búa til uppskrift er að teikna myndir,
kannski full seinvirkt en það má prófa.