Tónmennt og tónmenntakennsla

Figure

Figure er einfalt tónlistarsköpunar app.

Verð
: Frítt

Aldur: 8+

 

Hugmynd hvernig nota megi ‘Figure’ við kennslu:

Stand by Me – Rapp

Hér er hugmyndin að nemendur búi til eigið rapp með því að nota lagið Stand By me. Nemendur kynnast hugtakinu þrástef (Ostinato) og læra að spila bassagang lagsins eftir eyra. Verkefnið hentar vel fyrir nemendur á aldrinum 10-13 ára.

-Mælt er með því að kennarinn taki örlítinn tíma í að spila, syngja og ræða lagið áður en að nemendur taki upp spjaldtölvurnar.

-Byrjið á því að spila lagið fyrir nemendur, biðjið þá um að veita endurtekni bassalínu lagsins athygli og útskýrið að hér um svokallað þrástef að ræða (Ostinato)

-Kennarinn biður nemendur að syngja lagið með sér, til að fá góða tilfinningu fyrir uppbyggingu og kaflaskilum lagsins.

-Ef hljóðfæri eru til staðar er tilvalið að leyfa nemendum að reyna að spila bassalínu lagsins eftir eyra frá C. Kennarinn aðstoðar svo nemendur eins mikið og þörf er á.

-Spyrjið nemendur um hraða lagsins og biðjið þá giska á það hversu mörg slög séu á mínútu.

-Á þessum tímapunkti er tilvalið að opna Figure Appið og fylgja leiðbeiningunum á myndbandinu.